Fréttir

Úthlutun úr Menningar-og viðurkenningarsjóði KEA í 90 skipti

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri nú síðdegis. Var þetta í 90. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Úthlutað var tæplega 24,7 milljónum króna til 60 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.

Lesa meira

Eldvarnarátak LSS - Reykskynjarar, slökkvitæki, eld- varnarteppi mikilvæg á heimilum

Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS hófst með heimsókn Slökkviliðs Akureyrar í Síðuskóla á Akureyri.

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, og Bjarni Ingimarsson, formaður LSS ræddu um mikilvægi eldvarna fyrir öryggi heimilanna við börn í 3. bekk. Sýnd var myndin um Loga og Glóð og baráttu þeirra við Brennu-Varg auk þess sem afhent var eintak af handbók Eldvarnarbandalagsins um eldvarnir heimilisins, endurskinsborði frá Neyðarlínunni og fleira.

Lesa meira

FIMAK VERÐUR FIMLEIKADEILD KA

Sameining Fimleikafélags Akureyrar, FIMAK og Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, var samþykkt einróma á félagsfundum beggja félaga sem haldnir voru í gærkvöldi. Sameiningarviðræður hafa staðið yfir undanfarna mánuði en Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær hafa einnig komið að þeim viðræðum.

Lesa meira

Tvö ný smáhýsi í Dvergholti afhent

Tvö ný smáhýsi fyrir fólk með fjölþættan vanda voru afhent sveitarfélaginu fimmtudaginn 30. nóvember. Fyrir voru tvö smáhýsi á lóðinni við Dvergholt 2 en þau hafa verið í notkun síðan 2020.

Húsin voru byggð af SS Byggi og stóð til að afhenda þau í lok febrúar 2024 en verkinu var lokið fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir og því voru þau afhent núna, þremur mánuðum á undan áætlun.

Smáhýsin tvö eru vönduð tveggja herbergja hús, 55 m² að stærð, byggð úr krosslímdum timbureiningum og klædd að utan með álklæðningum. Við öll húsin er steypt verönd

Lesa meira

Akkúrat öfugt 2 - Útgáfuhóf í Eymundsson í dag föstudag

,,Við ætlum að fagna útkomu bókar okkar  Akkúrat öfugt 2  í  útgáfuhófi sem verður í Eymundsson í Hafnarstrætinu í dag  föstudag kl 16:30.  Það er óneitnalega mikill spenningur í okkur ,  lika tilhlökkun en þannig fylgir víst þvi að senda frá sér bók" sagði Ásgeir Ólafsson Lie   ,, Við Hildur vonumst auðvitað til þess að sjá sem flesta og hlökkum til". 

Í Akkúrat öfugt 2 er sagt frá ævintýrum sögupersónunnar á afmælisdegi hennar og þeim leiðum sem valdar eru til að fagna deginum. Í gegnum bókina koma reglulega spurningar sem ætlaðar eru til þess að lesandi geti staldrað við, velt þeim fyrir sér og virkjað ímyndunaraflið. Bókin er skrifuð sem léttlestrarbók og hugsuð fyrir alla. Litríkar myndirnar henta vel fyrir yngri börn og með auknum þroska geta þau tekið sífellt meiri þátt í að setja sögupersónuna í ýmsar aðstæður.

Lesa meira

Tvær nýjar sýningar á Listasafni

Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag, 2. desember kl. 15,  annars vegar sýning Sigurðar Guðjónssonar, Hulið landslag, og hins vegar sýningin Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign. Á opnunardegi kl. 15.40 verður listamannaspjall um báðar sýningar.

Sigurður Guðjónsson er þekktur fyrir magnþrungin vídeóverk, þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofa heild. Hann beinir einkum sjónum að virkni margs konar tækjabúnaðar, þar sem áhorfandinn er lokkaður inn í heim sefjandi endurtekningar, takts og reglu og mörk hins mannlega og vélræna verða óljós.

Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign

Hin sýningin varð til þannig að safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Hlynur Hallsson, leitaði til Jóns B. K. Ransu, sýningarstjóra, um að setja saman sýningu úr safneigninni, sem þá leitaði til myndlistarkonunnar Hildigunnar Birgisdóttur til að vinna sjónrænt með safneignina – í raun eins og að um hvert annað hráefni væri að ræða. Hildigunnur er þekkt fyrir að nota söfnun og skrásetningu sem hluta af listsköpunarferlinu.

Lesa meira

Verkefni við nýja aðveituæð milli Akureyrar og Hjalteyrar lokið

„Þetta er stór áfangi og gleðilegur,“ segir Hörður Hafliði Tryggvason fagstjóri hita- og vatnsveitu hjá Norðurorku en stóru verkefni sem staðið hefur yfir undanfarin ár við gerð Hjalteyrarlagnar, aðveituæðar milli Akureyrar og Hjalteyrar, er að ljúka nú í vikunni. Kostnaður við verkið nemur ríflega tveimur milljörðum króna.

Lesa meira

Viðgerðir á hjúkrunarheimilinu Hlíð hafa áhrif á starfsemi SAk

Lokun rýma á hjúkrunarheimilinu Hlíð hefur haft mikil áhrif á starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri og aukið kostnað.

Lesa meira

Rekstur Iðnaðarsafns færður yfir til Minjasafns - þjónustusamningur til þriggja ára

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að unnið verði að gerð þjónustusamnings við Minjasafnið á Akureyri um rekstur Iðnaðarsafnsins næstu þrjú árin. 

Lesa meira

Finna upp hjólið aftur, nema núna ferhyrnt.

Nú stendur til að breyta til í sorpmálum á landsvísu. Allir íbúar landsins verða skikkaðir til að fá tvær tvöfaldar tunnur við heimili sín til að flokka. Almennt sorp, lífrænt, pappír og plast. Þar sem ég hef unnið í 23 ár við sorphirðu á Akureyri og nærsveitum og geri enn hef ég nokkrar athugasemdir.

Lesa meira