Fréttir

Lokaorðið - Um formæður

Eftir því sem þroskinn færist yfir mig, reikar hugurinn meira til formæðra minna. Íslenskt samfélag hefur á ógnarhraða tekið mikilum breytingum og því getur verið erfitt að setja sig í spor þeirra. Lífsstrit, örlög og lífsganga þeirra var afar ólík okkar. Stýrðu þær lífi sínu og hvaða tækifæri höfðu þær í raun?

Halldóra langalangamma mín var fædd 1863 á Brettingsstöðum á Flateyjardal. Hún var gift Sigurgeir Sigurðssyni frá Uppibæ í Flatey. Flateyjardalur liggur á milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa, þekktur fyrir mikið vetrarríki og samgöngur því oft torveldar, sem er ástæða þess að dalurinn fór í eyði þegar búsetu lauk á Brettingsstöðum árið 1953.

Bærinn, sem stendur enn, er við sjóinn og stutt yfir í Flatey á Skjálfanda og því matarkista ágæt. Bæði var þar að finna fiska og fugla auk blessaðrar sauðkindarinnar sem löngum var uppistaða í fæðu okkar Íslendinga. Langir, kaldir og dimmir vetur í einangrun, en náttúrufegurðin alls ráðandi á sumardögum. Þangað var ekki auðsótt að fá lækni þótt börn veiktust.

Það þurfti útsjónasemi og seiglu að búa við svona einangrun. Tryggja varð að allir hefðu til hnífs og skeiðar og hlý föt á köldustu dögunum. Sjaldan hefur hún sett sjálfa sig í fyrsta sætið. Halldóra eignaðist 16 börn. Af þeim náðu 10 fullorðinsaldri, en tvö þeirra dóu úr taugaveiki um tvítugt. Hversu þung hafa spor foreldranna verið að fylgja 8 börnum sínum til grafar? Langamma mín Emilía fædd 1903 var næst yngst barna þeirra hjóna.

Afkomendur Halldóru eru 334, atgervismenn og fallegt sómafólk þótt ég segi sjálf frá.

 

Lesa meira

Ný heilsugæslustöð HSN í Sunnuhlíð í gagnið á morgun mánudag

Ný heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Norðurlands verður opnuð í Sunnuhlíð á Akureyri á morgun mánudag, 19. febrúar. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu undanfarin misseri og þá var reist nýbygging við húsið. „Við hlökkum mikið að taka í heilsugæslustöðina í notkun en þetta er í fyrsta sinni í sögu heilsugæslunnar á Akureyri sem starfsemin verður í húsnæði sem sérhannað er  að þörfum hennar. Það var sannarlega kominn tími til að ná því takmarki eftir áratuga langa sögu heilsugæslu í bænum,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN.

Lesa meira

Vísindafólkið okkar - Fyrrum sauðfjárbóndi, verkefnastýra og doktor sem bakar ekki pönnukökur

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólki Háskólans á Akureyri. Hulda Sædís, lektor við Framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum er vísindamanneskja febrúarmánaðar. 

Áföllin og ávextirnir 

Hulda Sædís rannsakar eflingu og vöxt í kjölfar áfalla sem útleggst á ensku sem post-traumatic growth. Hugtakið felur í sér jákvæða, sálfræðilega breytingu hjá einstaklingi eftir mikla erfiðleika og áföll. Í því felst aukinn persónulegur styrkur, aukin ánægja í samböndum við annað fólk og jákvæð breyting á lífssýn þar sem viðkomandi kemur auga á nýja möguleika í lífinu. Þrátt fyrir að lífsreynslan sem um ræðir sé neikvæð í sjálfri sér, hefur hún þegar upp er staðið ákveðinn tilgang fyrir viðkomandi.Rannsóknir Huldu hafa snúið að eflingu og vexti meðal fólks sem hefur orðið fyrir mismunandi tegundum áfalla. Undanfarin ár hefur hún lagt áherslu á að rannsaka eflingu og vöxt meðal kvenna sem beittar hafa verið ofbeldi í nánum samböndum. 

Lesa meira

Ekkert svar til Norðurorku frá Orkustofnun við erindi sem sent var inn fyrir 15 mánuðum

„Þetta er mjög bagalegt og setur okkur í erfiða stöðu. Málið hefur dregist úr hömlu og við getum takmarkað aðhafst á meðan við fáum ekki staðfestingu á því að við megum halda áfram með þetta verkefni á svæðinu. Þetta eru óskiljanleg vinnubrögð og í engu samræmi við stjórnsýslulög sem kveða á um að erindum sé svarað innan ákveðinna tímamarka og ef ekki er svarað þá sé aðili máls upplýstur um það hver ástæðan fyrir því er,“ segir Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku.

Norðurorka hefur kvartað við umhverfis- orku og loftslagsráðherra vegna tafa sem orðið hafa á svörum Orkustofnunar vegna nýtingarleyfis Norðurorku fyrir Ytri-Haga. Þar hafa verið boraðar rannsóknarholur til að geta staðsett væntanlegar vinnsluholu á svæðinu.  Norðurorka sótti um nýtingarleyfi til Orkustofnunar í október árið 2022. Engin svör hafa borist 15 mánuðum síðar  um hvort nýtingarleyfið fáist né heldur hverju það sæti að stofnunin svarar ekki. Norðurorka hefur áskilið sér rétt til að kæra málsmeðferð Orkustofnunar vegna þessarar málsmeðferðar.

Málið á borði ráðherra

„Við kvörtuðum til ráðherra og málið er statt á hans borði núna“ segir Eyþór. Hann nefnir að í mars í fyrra hafi Orkustofnun verið skilað umbeðnum gögnum varðandi nýtingarleyfið en síðan hafi hvorki heyrst þaðan hósti né stuna.  „Það hefur ekki verið beðið um viðbótargögn frá okkur, þannig að ekki strandar á því, við höfum svarar öllum þeim spurningum sem stofnun hefur beint að okkur skilmerkilega og sent gögn sem beðið var um á sínum tíma, án þess þó að niðurstaða fáist eða hver er ástæða þessarar miklu tafa,“ segir Eyþór.

Hann bætir við að málið varði almannahagsmuni en mæta þurfi brýnni þörf á heitu vatni á svæði og bregðast við skortstöðu sem fer hratt vaxandi. „Það hefur allt verið keyrt hjá okkur í hvínandi botni  síðustu tvo vetur og má engu út af bregða að ekki komi til skerðinga á heitu vatni. Það er því mjög brýnt að við fáum leyfi til að halda áfram að vinna á svæðinu við Ytri-Haga

Lesa meira

Pokavarpið hefur slegið í gegn

„Pokavarp“ er ný íþrótt sem slegið hefur í gegn meðal þátttakenda í verkefninu Virk efri ár sem Akureyrarbær hefur veg og vanda að. Íbúum sem náð hafa 60 ára aldri býðst í verkefninu tækifæri til að hreyfa sig hitta fólk og skemmta sér.

Pokavarpið sem á ensku kallast „cornhole“ hefur verið spilað í Bandaríkjunum frá því seint á 19. öld í ýmis konar útgáfum. Árið 2005 voru svo stofnuð samtök þar í landi með það að leiðarljósi að staðla leikinn og bjóða upp á keppnismót. Skemmst er frá því að segja að leikurinn hefur náð gríðarlegum vinsældum vestan hafs.

Ófært þótti að kalla leikinn "cornhole" þegar hann er iðkaður hérlendis segir á vefsíðu Akureyrarbæjar þar sem greint er frá pokavarpinu, en verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Akureyrarbæ ákvað að kalla leikinn  „pokavarp" sem hefur mælst vel fyrir.

Kristinn Hólm hefur nú smíðað þar til gerða pokavarpspalla sem áhugasamir hafa aðgang að og hann pantar einnig sérhannaða keppnispoka að utan. Kristinn mætir jafnan á æfingar og kennir nýliðum reglurnar sem eru ekki flóknar. Æfingar fara fram kl. 11 á mánudagsmorgnum í Íþróttahöllinni við Þórunnarstræti (2. hæð) og þar er leikgleðin sannarlega við völd. 

Lesa meira

Listamaður Norðurþings gefur til baka

Stendur fyrir tónlistarhátíð á Húsavík um páskana

Lesa meira

Trausti Jörundarson formaður SjóEy ,,Ég óska sjómönnum til hamingju með ný samþykktan kjarasamning"

,,Þetta er búið að taka vel á að koma þessu í gegn en það tókst á endanum með yfirburðakosningu eins og tölurnar sýna.“

Niðurstaðan er afgerandi finnst þér?  ,,Já heldur betur og þátttakan í kosningunni líka góð eða um 53%  Þær breytingar sem gerðar voru frá fyrri samningi hafa líka skilað því að fleiri voru sáttir og það er gott.“

Þannig að sjómenn hafa nú gildandi kjarasamning en hve lengir voru samningar lausir?  ,,Samningar hafa verið lausir frá 1.desember 2019 þar til nú.“

Lesa meira

Sjómenn samþykja

Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) lauk klukkan 15:00 í dag og var hann var samþykktur með 61.99% greiddra atkvæða.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er þessi:

Af þeim sem kusu sögðu 367 já eða 61,99%, 217 sögðu nei  eða 36,66% og auðir og ógildir seðlar voru 8 eða 1,35%.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 62,84% já og 37,16% sögðu nei.

 

Samningurinn var því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta.

Lesa meira

Aukið ofbeldi á Norðurlandi eystra

Þegar skoðað er hversu mikil aðsókn ert í hús hér í Bjarmahlíð á Akureyri má sjá að þörfin fyrir þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis eykst milli ára.

Það sem af er 2024 er fjölgun í húsi  á milli ára .

Aukningu má skýra að einhverju leiti með því að vitundarvakning hefur átt sér stað svo fleiri leita sér hjálpar en það er alveg ljóst að aðeins er um brot af málum sem kemur í hús og því miður er ofbeldi enn falið og mikilvægt að auka fræðslu og kynna starfsemi þolendamiðstöðva betur.

Lesa meira

Vel skipulögð þrifasveit heldur öllu tandurhreinu

Hreinlæti er stór og mikilvægur þáttur í fiskvinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík, enda eru gerðar gríðarlegar kröfur um hreinlæti og gæði á öllum stigum starfseminnar. Þegar vinnslu lýkur í húsunum , taka við öflugar sveitir, sem þrífa og hreinsa húsin samkvæmt ákveðnum verkferlum.

Alþjóðlegar vottanir

Vinnsluhúsin eru samþykkt af stærstu verslunarkeðjum í heimi , sem senda með reglulegu millibili sérfræðinga til að taka út og meta alla þætti framleiðslunnar, þ.á.m. þrifin. Þá eru bæði húsin með alþjóðlegar vottanir sem ná til allra þátta í framleiðslu matvæla og eftirlit innlendra aðila er sömuleiðis margþætt.

Stöðugt og skilvirkt gæðakerfi

Daglegt innra eftirlit er ekki síður mikilvægt, einnig hönnun vinnsluhúsanna og allt skipulag. Fleiri þættir geta skipt sköpum í þessum efnum, svo sem búnaður og staðsetning tækja og tóla. Til að tryggja stöðug og fullnægjandi gæði afurða er gæðakerfið sannprófað reglulega og tekið út af erlendum vottunarstofum.

Vélbúnaður þrifinn

Þéttur og samstilltur hópur

Sveinn Haraldsson er verkstjóri þrifasveitar vinnsluhússins á Dalvík. Hann segir að níu starfsmenn sveitarinnar hefjist handa við þrif strax að lokinni vinnslu í húsinu. Hann segir að vélarnar séu alltaf að þróast til betri vegar, svo sem í tengslum við þrif og alla umgengni.

„Við þrífum samkvæmt ákveðnum verkferlum og hefjumst handa þegar vinnslu er að ljúka, oftast klukkan fjögur á daginn. Hver og einn í sveitinni er með sitt afmarkaða svæði og hlutverk, þannig náum við að skila góðu verki eins og lagt er upp með. Starfið getur vissulega verið nokkuð líkamlega erfitt en á móti kemur að þetta er afskaplega þéttur og samstilltur hópur, sem þekkir vel húsnæðið og allan tækjakost.“

Mælikvarði á ánægju í starfi

Starfsaldur í þrifasveitinni er hár. Sveinn hefur verið í þrifasveitinni í tuttugu ár.

„ Langur starfsaldur er örugglega ágætur mælikvarði á ánægju í starfi. Nýja vinnsluhúsið er á margan hátt þægilegt, 
auk þess sem sjálfvirk þvottakerfi eru á nokkrum stöðum. Hérna er líka mjög vel hugað að öllum öryggisþáttum og öll tæki eru áhættugreind, sem er afar mikilvægt. Gott og náið samstarf við gæðastjóra er sömuleiðis nauðsynlegt í tengslum við þrifin, enda eru reglulega tekin sýni til að sannreyna að allt sé eins og lagt er upp með,“ segir Sveinn Haraldsson.

Góður hópur sem skilar góðu verki

Nenetta Steingrímsson hefur starfað hjá Samherja á Dalvík í 32 ár, alltaf í þrifasveitinni.

„Jú, það er rétt, ég er með lengstan starfsaldur í hópnum. Vinnutíminn hentar mér ágætlega, þannig að ég er afskaplega sátt. Við vinnum samkvæmt ákveðnu plani, þar sem hver og einn hefur sitt hlutverk. Þetta er stórt hús og með réttu skipulagi gengur allt vel. Þetta er góður hópur, sem skilar góðu verki,“ segir Nenetta Steingrímsson.

Nennetta Steingrímsson að störfum

 

Lesa meira