Fréttir

Lóðir við Hofsbót 1 og 2 lágmarksboð í lóðirnar er 263,3 milljónir króna

„Það er erfitt að segja fyrir um hver áhuginn kann að verða en um tíðina hafa margir sýnt uppbyggingu í miðbænum mikinn áhuga,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar. Bæjarráð hefur samþykkt að auglýsa tvær lóðir við Hofsbót, númer 1 og 3. Lágmarksboð samkvæmt útboðsskilmálum er ríflega 263 milljónir króna í báðar lóðir.

Pétur Ingi segir að ekki liggi enn fyrir nákvæm dagsetning á því hvenær lóðir verði auglýstar, en gerir ráð fyrir að það verði í febrúar til mars næstkomandi.

Talsverð uppbygging íbúða er um þessar mundir í miðbænum, nokkrar nýjar íbúðir eru við Skipagötu, 10 nýjar íbúðir verða í húsi  sem nú er í byggingu við Hofsbót 2, við Nýja bíó og á eru um 60 íbúðir í byggingu við Austurbrú.

Hæstu húsin verða fimm hæðir

Húsin sem reist verða á svæðinu við Hofsbót verða mismunandi há, þau hæstu fimm hæðir en önnur lægri. Á báðum lóðum er gert ráð fyrir verslun- og þjónustu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum. Þó er gert ráð fyrir að atvinnustarfsemi sé heimil á annarri hæð. Gert er ráð fyrir sameiginlegum bílakjallara fyrir Hofsbót 1 og 3 með inn- og útakstri frá Strandgötu.

Lesa meira

Fastir ánægjulegir liðir eins og venjulega - Kvenna og karlalið Skautafélags Akureyrar deildarmeistarar

Það er margt sem við tökum eftir á þessum árstíma, skref fyrir skref lengir daginn, það kallar á leit að sólgleraugum, lestur á Passíusálmunum hefst í útvarpinu og það sem alls ekki klikkar, lið Skautafélags Akureyrar vinnur deildarmeistaratitila kvenna og karla.

Það var einmitt það sem gerðist í kvöld þegar þessir góðu titlar skiluðu sér heim. 

Innilega til hamingju skautafólk!

Þórir Tryggvason lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og hann tók meðfylgjandi myndir.

 

Lesa meira

,,Höfum stillt upp spennandi ári með fjölbreyttum og áhugaverðum sýningum"

„Það verður erfitt að toppa síðasta ár en við reynum okkar besta,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Safnið fagnaði 30 ára afmæli sínu í fyrra og var mikið um dýrðir í kringum þau tímamót. Aðsóknin jókst mjög mikið á árinu og aldrei hafa jafn margir gestir lagt leið sína í safnið, en sýning Ragnars Kjartanssonar, The Visitors, naut mikillar hylli og komu margir víða að gagngert til að sjá hana. Fram undan er nýtt starfsár sem hófst formlega með opnun þriggja nýrra sýninga um liðna helgi.

Lesa meira

Forðumst slysin – nýtum tækifærin

Reinhard Reynisson skrifar um staðsetningu nýrrar dagvöruverslunar á Húsavík

Lesa meira

Nýtt upphaf óskar eftir frambjóðendum

„Hljóðið er gott en stemmningin er enn þá róleg.  Það virðast fáir þora að stökkva strax um borð í þessa örk. Vilja gefa sér tíma til að hugsa þetta sem er af hinu góða.  Þetta er svipað og dýrin sem þurfa að þefa sig áfram og kynnast nýjum stöðum áður en þau ganga til verka,“ segir Ásgeir Ólafsson Lie stofnandi Nýs upphafs sem hyggst bjóða fram lista til næstu bæjarstjórnarkosninga. Nýtt upphaf hefur auglýst eftir 11 einstaklingum á listann, en hver og einn er þar á eigin forsendum en ekki flokksins.

Lesa meira

Lokaorðið - Er bíllinn í gangi?

Góðir nágrannar eru ómetanlegir. Þegar fjölskyldan mín flutti í götuna okkar fyrir aldarfjórðungi voru allir nágrannarnir frumbyggjar. Umgengni í götunni var metnaðarfull, allir samstíga með að klippa runna, moka snjó og hreinsa illgresið við gangséttarnar. Bílastæðin inná lóðunum og sjaldséð að bílar stæðu á götunni. Við vorum þá yngstu íbúarnir. Nú hafa gömlu góðu frumbyggjarnir tínst yfir móðuna miklu einn af öðrum. Einungis einn er eftir. Þannig týnist tíminn og við hjónin erum skyndilega komin í hóp þeirra elstu.

Nýtt fólk er komið við allar hliðar hússins okkar og sama hjálpsemin er eins og áður var. Unga fólkið hefur gát á gamlingjunum. Iðulega er einn nágranninn búinn að blása snjó af stéttinni fyrir framan húsið okkar og annar passar uppá að við gleymum ekki bílskúrnum opnum. Það var til dæmis notalegt að fá skilaboð frá grannkonu á dögunum.

Ég hafði verið að útrétta á bílnum seinnipart dags og var að bakka í stæðið þegar síminn hringdi og truflaði mig.  Í stað þess að hunsa símann svaraði ég og gleymdi mér svo. Grannkonan góða sagðist ekki geta gengið til náða fyrr en hún væri viss um eitt og spurði: „Er bíllinn ykkar í gangi?“ Það stóð heima, bíllinn var á sínum stað og hafði verið í gangi í marga klukkutíma. 

Já, góðir nágrannar eru ómetanlegir.

Lesa meira

Aukning umferðar um Vaðlaheiðargöng m.v janúar i fyrra

Umferð í janúar var 7% meiri en sama mánuð í fyrra í gegnum Vaðlaheiðargöng en alls voru farnar 28.342 ferðir sem jafngildir 914 ferðir að meðaltali á dag. Hlutfall umferðar um göngin var 91% en 9% fóru skarðið eða 86 ferðir að meðaltali á dag en færð í janúar hefur varið ágæt hér á norðurlandi og voru engin lokunardagar á Víkurskarði í janúar 2024 vegna veðurs.

Þetta kemur fram á Facebooksíðu Vaðlaheiðargangna.

Lesa meira

Enn vantar RNP aðflug við Akureyrarflugvöll, úr suðri

Eins og  fram hefur komið er aðflug úr suðri að Akureyrarflugvelli   verulega ábótavant, einkum fyrir farþegaþotur s.s. easyJet, Icelandair, Play.  Heppni með veður ræður hreinlega of miklu um hvort ljúka takist flugi við erfið veðurskilyrði í norðanátt. 

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Listamannaspjall – Guðný Kristmannsdóttir

Laugardaginn 3. febrúar kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri. Þá mun Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, ræða við Guðnýju Kristmannsdóttur um sýningu hennar, Kveikja, sem var opnuð um síðastliðna helgi. Aðgöngumiði að safninu jafngildir aðgangi að listamannaspjalli.

Um Guðnýju og sýninguna segir listfræðingurinn Pavi Stave: „Djarfar og kröftugar pensilstrokur bera ekki vitni um hvatvísi í risastórum málverkum myndlistakonunnar Guðnýjar Kristmannsdóttur, heldur birtast villtar og goðsagnakenndar skepnur upp úr löngu og meðvituðu ferli – hvort sem það er páfugl með strap-on eða skordýr í trylltum hlátri. Þykk upphleðsla lita, þunnar málningastrokur og hrár grunnur á yfirborði málverksins skapa kraftmiklar en yfirvegaðar hliðstæður sem blása lífi í skepnurnar. Skapandi og hrekkjótt; gleði þeirra er smitandi. Play Me – Kveikja er titill eins verksins. Athugið að þér er ekki endilega boðið til leiks, heldur er verið að lokka þig til þess að gefa þér lausan tauminn og ganga inn í heim nautnalegrar gleði listamannsins.

Lesa meira

Mikil umferð um Akureyrarflugvöll

Nýtt flughlað kom að góðum notkun þegar hver flugvélin á fætur annarri lenti á Akureyrarvelli.

Lesa meira