Mannlíf

Kirkjugarðar Akureyrar í rekstrar vanda og næsta skref að loka líkhúsinu

„Hvað verður um líkin?“ er spurning sem Akureyringar og nærsveitarmenn velta fyrir sér þessa dagana, en Kirkjugarðar Akureyrar sem reka líkhús og kapellu á Naustahöfða eru í rekstravanda vegna fjárskorts. Kirkjugörðunum er óheimilt að innheimta þjónustugjald vegna starfsemi líkhúsanna. Einkaaðilar gætu innheimt slíka gjöld en fáir hafa áhuga á að reka líkhús hér á Akureyri. Engin leið önnur er út úr vandanum nema sú að hætta rekstri líkhússins. Stefnir í að skellt verði í lás grípi Alþingi  ekki í taumana á vorþingi og geri Kirkjugörðum  heimilt að innheimta þjónustugjaldið eða leggja til fjármagn til starfseminnar.

Lesa meira

Fann sig í sálfræði og flýgur nú út í frekara nám

Þegar Emma var ung ætlaði hún að verða læknir eins og langafi. Í menntaskóla áttaði hún sig á því að líffræði væri alls ekki fag sem hún hafði gaman af og þá læknisfræðin ekki það sem fyrir henni lægi. Emma hafði hins vegar mjög gaman af sálfræðinni og eftir einn tímann kom kennarinn upp að Emmu, tjáði henni hversu efnileg hún væri á því sviði og fékk hana til að íhuga frekara nám í fræðunum.  

Lesa meira

Bergur Þór Ingólfsson er nýr leikhússtjóri hjá LA

Bergur Þór Ingólfsson er nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Bergur Þór tekur við af Mörtu Nordal sem hefur gengt starfinu síðustu í sex árin.

Lesa meira

Félagslegt húsnæði í Grímsey Ekkert til fyrirstöðu að selja

Velferðarráð Akureyrarbæjar sér ekkert því til fyrirstöðu að húsnæði í eigu bæjarins verði selt.

Lesa meira

25 ár frá sameiningu Einingar og Iðju

Í dag, 15. maí, eru liðin 25 ár síðan formlega var gengið frá samruna Verkalýðsfélagsins Einingar og Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri. Þótt þetta sameinaða félag eigi sér þannig séð ekki langa sögu stendur það á gömlum merg því félögin eiga sér hvort um sig langa og merka sögu í baráttu verkafólks fyrir réttindum sínum. Sögu Iðju má rekja allt aftur til ársins 1936 og er stofndagur félagsins talinn 29. mars það ár. Verkalýðsfélagið Eining varð til 10. febrúar 1963 með sameiningu Verkakvennafélagsins Einingar og Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar. Rætur Einingar ná þó mun lengra aftur og má segja að fyrsta fræinu hafi verið sáð árið 1894 þegar Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar, hið eldra, var stofnað.

Lesa meira

Buðu upp á bakkelsi frá Suður-Ameríku

Andressa Andrade E. Andrade, Celimar Yerlin Gamboa Maturet, Feiruz Nasser Morabito, Haysmar Ledosvkaya Rangel Blanco og Fiora Alessa Pacini Barragán eru í hópi nemenda af erlendum uppruna sem hafa stundað nám í VMA í vetur, m.a. lagt stund á nám í íslensku sem öðru máli.

Lesa meira

Knattsp.deild KA dæmd til að greiða fyrrverandi þjálfara sínum tæpar ellefu milljónir

Knattspyrnudeild KA var í dag dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra  til að greiða fyrrum þjálfara sínum 8,8 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 5 nóvember 2023 vegna ágreinings aðila um túlkun á bónusgreiðslum til handa þjálfarans.  KA er einning gert að greiða málskostnað þjálfarans fyrrverandi. 

Aðspurður sagði Hjörvar Maronsson formaður knd KA að verið væri að fara yfir dóminn og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um næstu skref.

Lesa meira

Litla Hryllingsbúðin hjá Leikfélagi Akureyrar í haust

Stórleikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur í söngleiknum Litla Hryllingsbúðin sem Leikfélag Akureyrar setur upp í Samkomuhúsinu í haust. Hún fer með hlutverk tannlæknisins. Kristinn Óli Haraldsson, tekur þátt í uppsetningunni en Króli mun leika Baldur blómasala.

Lesa meira

Drekinn

Eftir að hafa haft forgöngu um smíði líkana af skuttogurum ÚA fannst Sigfúsi Ólafi Helgasyni ljóst að í togarasafnið vantaði síðutogara.   Eftir að hafa ráðfært sig við hóp manna varð það úr að nú skal stefnt að smíði líkans af síðutogaranum Harðbak 3 eða Drekanum  eins og togarinn var oft nefndur, náist til þess nægjanlegt fé 

Lesa meira

,,Dáleiðsla frábær leið til að vinna úr áföllum"

„Ég hef alltaf haft áhuga á andlegum málum, trúað á eitthvað meira en vísindin og bæði fundið, séð og heyrt í gegnum ævina. Það er samt  ekki fyrr en núna undanfarna mánuði sem þetta er að banka meira á dyrnar hjá mér enda hefur þetta verið töluvert feimnismál og nóg af fordómum bæði í kringum mig og hið innra með sjálfri mér. Þetta finnst mér þó vera að breytast eða kannski er það bara það að ég er farin að umgangast fleira fólk sem er á þessari sömu línu,“ segir Hulda Ólafsdóttir sem ásamt fleirum stendur fyrir Dáleiðsludeginum í Hofi á Akureyri næstkomandi laugardag, 11. maí frá kl. 13 til 17.

Lesa meira