MA að rjúfa 86 ára gamla hefð

Menntaskólinn á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir
Menntaskólinn á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir

Stjórn Menntaskólans á Akureyri stefnir á að breyta skólaárinu næsta haust. Ætlunin er að skólinn hefjist í lok ágúst, reglulegum prófum haustannar ljúki í desember og reglulegum prófum vorannar ljúki í byrjun júní. Brautskráning verður eftir sem áður 17. júní. Málið var rætt á starfsmannafundi skólans á miðvikudaginn þar sem Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, kynnti fyrirhugaðar breytingar.

Telst þetta til nokkurra tíðinda þar sem frá stofnun skólans árið 1930 hafa haustannarpróf verið í janúar og skólaárið fyrst frá 1. október til 17. júní, síðar, vegna breytinga á skólaári og samningum við kennara, frá 15. september til 17. júní.

Skiptar skoðanir eru á meðal kennara og nemenda skólans um breytingarnar en lengri frétt um málið má nálgast í prentúgáfu Vikudags þar sem rætt er við Jón Má Héðinsson.

-Vikudagur, 28. janúar


Athugasemdir

Nýjast