Ferðafélag Akureyrar og Stóri-plokkdagurinn - Félagsmenn tóku til hendinni að venju

Þorgerður Sigurðardóttir, Brynjar Gylfason og Einar Hjartarson með afraksturinn   Myndir Ingvar Teit…
Þorgerður Sigurðardóttir, Brynjar Gylfason og Einar Hjartarson með afraksturinn Myndir Ingvar Teitsson

„Okkur finnst minna um rusl núna en undanfarin tvö ár, sem ef til vill er vegna þess að svæðið er hreinsað skipulega á hverju ári,“ segir Þorgerður Sigurðardóttir formaður Ferðafélags Akureyri. Stóri-plokkdagurinn var haldinn um liðna helgi og tóku félagsmenn FFA til hendinni að venju.

Þorgerður segir að Ferðafélagið haf i formlega tekið þátt í Stóra – plokkdeginum fyrsta sinn árið 2019 þannig að nú fóru ferðafélagar út að tína rusl í sjötta sinn. FFA á í samstarfi við Akureyrarbæ vegna verkefnisins, bærinn hefur úthlutað félaginu svæðum til að hreinsa til á.

Undanfarin þrjú ár hefur FFA verið með Krossanesborgir og umhverfi hennar á sinni könnu.

„Mesta ruslið er jafnan á bílastæðunum og meðfram vegunum, það virðist fjúka ansi mikið frá fyrirtækjunum sem eru þarna í námunda við Krossanesborgir,“ segir Þorgerður.

Ferðafélagið hvetur félagsmenn sína til að taka þátt, ekki síst fjölskyldur með börn. FFA býður síðan upp á hressingu eftir plokkið og hefur það mælst vel fyrir.

 Elín S. Jónsdóttir. Sara Svanlaugsdóttir og Þórunn Ingólfsdóttir ánægðar eftir vel heppnaðan dag. 

Athugasemdir

Nýjast