Arðgreiðslur Bautans 31,5 milljónir

Guðmundur Karl Tryggvason fyrir framan veitingastaðinn Bautann á Akureyri
Guðmundur Karl Tryggvason fyrir framan veitingastaðinn Bautann á Akureyri

Bautinn ehf. greiddi 31,5 milljónir í arð á síðasta ári. Félagið sem rekur samnefndan veitingastað á Akureyri er að fullu í eigu Guðmundar K. Tryggvasonar. Visir.is sagði fyrst frá.

Hagnaður félagsins var um 14,6 milljónir á síðasta ári en 38 milljónir króna árið 2014. Gengislán fyrirtækisins voru leiðrétt sem skýrir átta milljónir af hagnaði þess árs.

Árið 2015 var rekstrarhagnaðurinn 23,8 milljónir króna miðað við 45,8 milljónir árið 2014.

Eigið fé félagsins var um 76 milljónir króna í árslok, þar af nemur óráðstafað eigið fé 74 milljónum króna. Eignir félagsins nema 109 milljónum króna og lækka um 54 milljónir milli ára. Samkvæmt ársreikningnum hefur félagið selt rekstrarfjármuni fyrir 24,9 milljónir á árinu. Handbært fé lækkaði um 33 milljónir á árinu og nam 31,9 milljónum í árslok.

Skuldir nema 33,5 milljónum miðað við 71,2 milljónir árið 2014. /epe


Athugasemdir

Nýjast