„Vinstri grænum var hafnað“

Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti Framsóknaflokks & félagshyggju
Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti Framsóknaflokks & félagshyggju

Listi Framsóknarflokks & félagshyggju í Norðurþingi hlaut góða kosningu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Flokkurinn bætti við sig fylgi og náði inn þremur fulltrúum, einum meira en í kosningunum fyrir fjórum árum.

Oddviti Framsóknarflokks & félagshyggju, Hjálmar Bogi Hafliðason sagðist í samtali við blaðamann Skarps vera afar ánægður með útkomuna fyrir flokk sinn. Hann kveðst hugsi yfir því að að Framsóknarflokki hafi ekki verið boðið til viðræðna um myndun nýs meirihluta enda hafði hann leitað eftir því. „Það lýtur út fyrir að það hafi verið ákveðið fyrir kosningar að reyna mynda meirihluta með þessum flokkum, D-lista, V-lista og S-lista,” sagði hann.

Hjálmari Boga þykir skilaboð kjósenda skýr: „Það voru tveir flokkar sem tapa. Samfylkingin að koma úr minnihluta en tapar samt. Vinstri grænir tapa mjög miklu nánast helmingi af sínu fylgi en er samt hugsanlega að fara veita bæjarráði formennsku. Ég verð að viðurkenna að mér finnst það sérstakt. Vinstri grænum var hafnað miðað við þetta. Tek samt fram að pólitísk forysta hefur alfarið verið á herðum þeirra á síðasta kjörtímabili. Mér finnst skilaboðin í kosningunum vera þau að Kristján verði áfram sveitarstjóri og það sé meirihluti Sjálstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þannig túlkaði ég niðurstöðu kosninganna,” sagði Hjálmar Bogi Hafliðason oddviti og nýr fulltrúi Framsóknarflokks í sveitarstjórn Norðurþings.

- Greinin birtist fyrst í Skarpi sem kom út í dag.


Athugasemdir

Nýjast