Nordic Office of Architecture hlýtur fyrstu verðlaun í samkeppni um nýja stúdentagarða á Akureyri

Sjónarhorn frá Klettaborg   Myndir Nordic
Sjónarhorn frá Klettaborg Myndir Nordic

Í gær var tilkynnt að  arkitektastofan Nordic Office of Architecture  hlyti fyrstu verðlaun  í samkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum fyrir Félagsstofnun stúdenta Akureyri (FÉSTA). Samkeppnin var auglýst 16. október 2023 og var unnin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Skilafrestur tillagna var til 25. janúar sl. og bárust ellefu tillögur. 

,,Búsetuþarfir stúdenta við HA hafa verið að breytast á síðustu árum og hefur framboð húsnæðis hjá Félagsstofnun Stúdenta Akureyri (FÉSTA) ekki náð að fylgja eftir þeirri þróun. Eftirspurnin hefur mest verið eftir minni íbúðum s.s. stúdíó íbúðum, 2ja herbergja íbúðum og einstaklingsherbergjum. Á grundvelli könnunar og greiningarvinnu FÉSTA var niðurstaðan sú að þörf væri á að FÉSTA myndi auka framboð sitt á minna húsnæði og húsnæði sem uppfyllti nútíma kröfur" en svo segir á heimasíðu FÉSETA ,

 Dómnefnd var einróma í vali á 1. verðlaunatillögu en á bak við hana er arkitektastofan Nordic Office of Architecture, auðkennd 336030 . Í dómnefndaráliti segir um verðlaunatillöguna:

,,Tillagan vakti hrifningu dómnefndar fyrir framúrskarandi lausnir og vandaða byggingarlist. Þrjár ferhyrndar byggingar með möguleika á þeirri fjórðu nyrst á lóðinni er leyst á mjög sannfærandi hátt. [...] Dómnefnd var sammála um að tillagan endurspegli framsækna hönnun, sé fagmannlega unnin og vel upp sett. Mikill skilningur er á gæðum rýma og tengingu þeirra á milli sem er ætlað að tryggja vistvæna og heilnæma búsetu."

Í öðru sæti var tillaga HJARK+Sastudio, auðkennd 310312 og í þriðja sæti var tillaga Kollgátu og KRADS, auðkennd 172737.

Sjá nánari upplýsingar hér á vef Arkitektafélags Íslands 

 


Athugasemdir

Nýjast