Góð framvinda í Vaðlaheiðargöngum

Valgeir Bergmann tók þessa mynd við vinnslu í göngunum.
Valgeir Bergmann tók þessa mynd við vinnslu í göngunum.

Ágætis framvinda er í gangagreftri í Vaðlaheiðargöngum í Eyjarfirði en í síðustu viku lengdust göngin um alls 39 metra þrátt fyrir að unnið væri samhliða að bergþéttingu. Vatnsflaumurinn virðist vera að minnka og hitinn að lækka. Heildarlengd er nú komin í 62,3% af heild eða 4.487 metra. Í Fnjóskadal er enn unnið við að koma fyrir varanlegum dælum í botni ganga. 

„Það hefur gengið ágætlega síðustu tvær vikur og verktakinn virðist vera kominn í betra berg,“ segir Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. Hann segist reikna með sömu framvindu í þessari viku og þeirri síð­ ustu. Ennfremur segir Valgeir að 40­-60 m á viku sé venjulegur hraði í íslensku bergi. „Þannig að 39 metrar er eitthvað sem við getum vel við unað og vonandi heldur þetta svona áfram,“ segir Valgeir.


Athugasemdir

Nýjast