Akkúrat öfugt 2 - Útgáfuhóf í Eymundsson í dag föstudag

,,Við ætlum að fagna útkomu bókar okkar  Akkúrat öfugt2  í  útgáfuhófi sem verður í Eymundsson í Hafnarstrætinu í dag  föstudag kl 16:30.  Það er óneitnalega mikill spenningur í okkur ,  lika tilhlökkun en þannig fylgir víst þvi að senda frá sér bók" sagði Ásgeir Ólafsson Lie   ,, Við Hildur vonumst auðvitað til þess að sjá sem flesta og hlökkum til". 

Í Akkúrat öfugt 2 er sagt frá ævintýrum sögupersónunnar á afmælisdegi hennar og þeim leiðum sem valdar eru til að fagna deginum. Í gegnum bókina koma reglulega spurningar sem ætlaðar eru til þess að lesandi geti staldrað við, velt þeim fyrir sér og virkjað ímyndunaraflið. Bókin er skrifuð sem léttlestrarbók og hugsuð fyrir alla. Litríkar myndirnar henta vel fyrir yngri börn og með auknum þroska geta þau tekið sífellt meiri þátt í að setja sögupersónuna í ýmsar aðstæður.

Akkúrat öfugt er kynlaus karakter og er það val lesandans að ákveða hvort og þá hvaða kyn verður fyrir valinu hverju sinni sem bókin er lesin. Sú ákvörðun er hluti af því að fara gegn staðalímyndum og leyfa lesendum að mynda eigin skoðanir á sögupersónunni út frá eigin upplifun.

Ásgeir  Ólafsson Lie  og Hildur Inga Magnadóttir höfundar Akkúrat öfugt 2


Athugasemdir

Nýjast