Bók fyrir fólk af erlendum uppruna

  kristingu þri 30.jan
  Tólf lyklar: Er léttlestrarbók með 12 stuttum og skemmtilegum sögum. Bókin er fyrir fólk sem eru með íslensku sem annað mál og er búið með grunninn í tungumálinu. Leitast var til að hafa efni bókarinnar sem fjölbreyttast.

  Söguhetjurnar læra nýja og spennandi hluti, hlutir öðlast líf, við skyggnumst inn í hugarheim dýranna, gamall kennir ungum, smávegis fróðleikur og húmor fá að fljóta með.

  Sérfræðingar innan sem utan skólasamfélagsins og kona af erlendum uppruna, hafa lagt sitt af mörkum til að gera bókina áhugaverða og spennandi. Lagt var upp með að útskýra erfið orð, spakmæli og orðasambönd með tilvísunum. Ein handteiknuð mynd fylgir hverri sögu sem styður tilvísanirnar.

  Bókin kostar 3.800 kr.

  Tekið er við pöntunum: bookskb20@gmail.com, við sendum hvert á land sem er.

  Ef fólk býr erlendis, mun sendingarkostnaður bætast við.

  www.facebook.com/Bók-fyrir-fólk-af-erlendum-uppruna-696197564146094

  Smelltu á myndirnar til að sjá stærri útgáfu